Rúmlega 19 þúsund bólusettir

Þrjú bóluefni eru í notkun á Íslandi vegna Covid-19.
Þrjú bóluefni eru í notkun á Íslandi vegna Covid-19. AFP

Búið er að bólusetja 19.075 einstaklinga við kórónuveirunni á Íslandi. Þar af eru 12.376 fullbólusettir en 6.699 eru búnir að fá fyrri bólusetninguna. Lyfjastofnun hefur fengið 364 tilkynningar um aukaverkanir. Af þeim eru 174 vegna Pfizer-bóluefnisins og af þeim eru 16 alvarlegar. Tilkynntar aukaverkanir vegna Moderna eru 124 en af þeim eru 3 alvarlegar. Þegar kemur að Astra-Zeneca eru tilkynntar aukaverkanir 66 talsins.

Hlutfall bólusettra er hæst á Austurlandi en lægst á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall bólusettra er hæst meðal þeirra sem eru 90 ára og eldri en 72,9% þeirra hafa fengið báðar bólusetningarnar en 5,3% hafa fengið fyrri bólusetninguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert