Sátt í kröfu Alex Más og Sjönu Rutar

Alex Már og Sjana Rut í Kastljósi í ágúst.
Alex Már og Sjana Rut í Kastljósi í ágúst. Skjáskot úr Kastljósi

„Borgin hefur viðurkennt skaðabótaskyldu út af mistökum sem urðu árið 2008 þegar tilkynning barst um geranda í kynferðisbrotamáli gagnvart þeim og ábendingunni hafi ekki verið sinnt. Borgin telur að þau séu skaðabótaskyld gagnvart mínum umbjóðendum og í dag náðist sátt í kröfu,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más og Sjönu Rutar, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu manns sem starfaði fyrir Barnavernd Reykjavíkur þegar þau voru börn.

Maðurinn, sem var stuðningsfulltrúi barnanna, hefur verið sakfelldur fyrir brot sín í Landsrétti. 

Sævar Þór segist ekki hafa heimild til að greina frá bótaupphæðinni en segir hana ásættanlega. Sátt náðist bæði í máli Alex Más og Sjönu Rutar.

Maðurinn var stuðningsfulltrúi Alex Más og Sjönu Rutar frá árinu 2004 og til ársins 2010. Tilkynningin um brot mannsins til Reykjavíkurborgar barst árið 2008. Að sögn Sævars Þórs hefði verið hægt að stytta þann tíma sem umjóðendur hans voru í umsjá mannsins og brotin náðu yfir um nokkurn tíma, hefði tilkynningunni verið fylgt eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert