Segja hús örugg fyrir jarðskjálftum

Horft yfir Grafarholtshverfi í Reykjavík.
Horft yfir Grafarholtshverfi í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi


„Stutta svarið við því er að hús og önnur mannvirki hér á landi eru flest byggð með tilliti til þess að standast jarðskjálfta,“ segir í tilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem margir á suðvesturhorni landsins hafa eflaust velt fyrir sér hvort húsnæði hér á landi þoli stóra skjálfta. 

Þá segir í tilkynningunni að margir samverkandi þættir hafa áhrif á það hvernig mannvirkjum reiðir af í jarðskjálftum. Þar má helst nefna undirstöður, form, efni, frágang, hönnun og viðhald.

„Margir samverkandi þættir hafa áhrif á það hvernig mannvirkjum reiðir af í jarðskjálftum. Þar má helst nefna undirstöður, form, efni, frágang, hönnun og viðhald.

Miklu skiptir að hús séu vel fest við undirstöðurnar en á Íslandi er algengt að íbúðarhús séu fest við húsgrunninn á malarpúðum eða byggð beint á klöpp. Til að verja hús fyrir jarðskjálftum þá skipta byggingarefnin einnig miklu máli. Eftir því sem mannvirki er þyngra þá er meiri hætta á áhrifum af völdum jarðskjálfta,“ segir í tilkynningunni.

Hönnuð með tilliti til náttúruafla

Þá segir að á Íslandi eru flest hús vel byggð og þau hönnuð með tilliti til jarðskjálfta og annarra náttúruafla enda kveði á um slíkt í íslenskum byggingarreglugerðum

„Það er því sjaldgæft að fólk slasist í jarðskjálftum hér á landi, og er það þá oftar vegna lausamuna. HMS hvetur því fólk til þess að huga að lausamunum, s.s. festa hillur, myndir, skápa og stór rafmagnstæki ef það vill forðast tjón í jarðskjálftum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert