Skólamunasafnið hafi húsnæðið áfram

Skólamunasafnið hefur verið í risi Austurbæjarskólans.
Skólamunasafnið hefur verið í risi Austurbæjarskólans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) hefur sent formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Skúla Helgasyni, bréf þar sem mótmælt er áformum um svonefnt íslenskuver fyrir erlend börn í risi Vitastígsálmu Austurbæjarskóla.

Eins og fram kom á mbl.is í vikunni hafa Hollvinnasamtök Austurbæjarskóla haft húsnæðið til afnota fyrir skólamunasafn. Hollvinir hafa einnig mótmælt þessum áformum.

Íbúasamtökin benda á að aðgengi að rýminu sé slæmt, flóttaleiðir langar og það standist ekki nútímakröfur um skólahúsnæði barna.

„Skemmst er að minnast þess að árið 2010 kom upp eldur í risi skólans sem frístundamiðstöð hverfisins hafði þá til umráða og var þá hætt að nota það rými fyrir nemendur. Stjórn ÍMR vill benda á að Austurbæjarskóli hefur yfir betra húsnæði að ráða þar sem aðgengi er gott og það stenst nútímakröfur, en það er Spennistöðin sem stendur sunnan við skólann. Austurbæjarskóli hefur þetta húsnæði til umráða kl. 8-14 virka daga en hefur lítið notað það frá árinu 2014 þegar Spennistöðin, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar, var opnuð. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig fengið Vörðuskóla til umráða og væri þar mögulegt framtíðarhúsnæði fyrir íslenskuver,“ segir í bréfi ÍMR.

Vilja samtökin að hollvinir skólans fái áfram afnot af húsnæðinu undir skólamunasafnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert