Svipuð hlutdeild þó mun færri horfi á fréttirnar

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. mbl.is/RAX

Meðaláhorf á fréttir Stöðvar 2 hefur fallið um ríflega helming frá því sjónvarpsstöðin ákvað að læsa fréttatíma sínum. Þrátt fyrir það er hlutdeild Stöðvar 2 af sjónvarpsáhorfi svipað og það var fyrir lokunina samkvæmt tölum Gallup. Heiðar Guðjónsson forsstjóri Sýnar segir þúsundir nýrra áskrifenda hafa bæst við og að áhættan hafi borgað sig. 

Áhorf 12-80 ára í síðustu viku var 10,7% samanborið við 23,2% vikuna 11-18 janúar sem var síðasta vikan sem fréttirnar voru í opinni dagskrá.

Þetta kemur fram í tölum á vef Gallup

Áhorf á fréttirnar hefur verið nokkuð stöðugt frá því fréttunum var læst eða um og yfir 10% í markhópnum 12-80 ára. 

Nema 10,7% áhorfstölur því að jafnaði horfi um 27 þúsund manns á meðal mínútu í fréttatímanum. Vikuna áður en dagskránni var læst horfðu um 59 þúsund Íslendingar á fréttatímann að meðaltali.

Til frekari samanburðar var meðaláhorf á fréttir RÚV um 25,5% í síðustu viku og jafngildir það því að um 65 þúsund manns hafi horft á hverja mínútu fréttatímans að meðaltali.

Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Þannig er hlutdeild Stöðvar 2 af sjónvarpsáhorfi í síðustu viku orðið svipað og það var áður en dagskránni var læst.  Hver Íslendingur horfir að meðaltali á Stöð 2 í 77 mínútur á viku og nemur það 19,2% alls áhorfs á sjónvarp á Íslandi. 

Til samanburðar var áhorf hvers Íslendings á RÚV að meðaltali 288 mínútur í síðustu viku. Nemur það um 71,9% hlutdeildar af áhorfi.

Eru þetta sambærilegar hlutdeildartölur og sáust áður en dagskrá kvöldfrétta Stöðvar 2 fór í læsta dagskrá. 

Segir þúsundir áskrifenda hafa bæst við

Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar segir að áskriftasala hafi gengið vel eftir að opni glugginn var læstur. 

Áhorf á fréttirnar hefur verið nokkuð stöðugt frá því fréttunum …
Áhorf á fréttirnar hefur verið nokkuð stöðugt frá því fréttunum var læst eða um og yfir 10% í markhópnum 12-80 ára. Ljósmynd/Aðsend

„Sala á áskriftum hefur gengið vel og áhorf á stöðina hefur aukist þannig að heildar áhrifin eru þau að ákvörðunin hefur reynst vel hingað til. Þannig að þó færri séu horfa á fréttirnar þá eru áskrifendur gjarnari á að horfa lengur en þeir gerðu. Auk þess sem þúsundir áskrifendur hafa bæst í hópinn. 

Heldur þú að þessi nýi áskriftahópur sé hugsjónahópur sem vilji einkafjölmiðlum vel? 

„Ég vona að menn vilji einkafjölmiðlum vel.“

Var áhættan því þess virði?

„Já“

Gott er að taka fram að þetta er ofangreint áhorf er af mældum stöðvum. Sjónvarp Símans er ekki inni í mælingum Gallup.

Fréttir Stöðvar 2 voru settar í læsta dagskrá í janúar.
Fréttir Stöðvar 2 voru settar í læsta dagskrá í janúar.
mbl.is