Þrjú ár fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar

Maðurinn var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar.
Maðurinn var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Þór

Reebar Abdi Mohammed 34 ára karlmaður frá Kúrdistan var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík á aðfararnótt föstudagsins 16. febrúar 2019. 

Reebar er sagður hafa komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan salerni á skemmtistaðnum. Kysst hana, leitt inn á salerni, lagt hönd hennar að kynfærum sínum, stungið fingri inn í leggöng áður en hann reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Síðan að hafa reynt að fá konuna til að hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Meðan á þessu stóð greip Reebar um hár konunnar sem reyndi ítrekað að fá manninn af háttsemi sinni.

Konan fór á bráðamóttöku strax um nóttina þar sem meðal annars komu fram áverkar á kynfærasvæði konunnar. Að sögn konunnar komu þeir við það þegar hún reyndi að klemma saman lærin þegar Reebar reyndi að hafa við hana samræði. Þá þótti hátterni konunnar á bráðamóttöku sýna að manneskjan var í uppnámi og þótti frásögn hennar trúanleg. 

Framburður þótti hafa breyst  

Reebar neitaði sök en viðurkenndi að hafa verið á skemmtistaðnum. Sagði hann að konan hefði kysst hann og viljað hafa við hann samræði á salerni skemmtistaðarins. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu.

Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að konan hefði leitað til hans umrætt kvöld. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins sýndu fram að annað. Fyrir dómi sagðist hann hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni.

Þótti dóminum framburður konunnar trúverðugur en að frásögn Reebar hafi breyst við rannsókn málsins. 

Auk þess að sæta þriggja ára fangelsisrefsingu var Reebar dæmdur til að greiða 3 milljónir króna í miskabætur auk launa til verjanda, lögmanna og réttargæslumanns brotaþola.

Reebar var árið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata og var þá sagður hafa verið virkur í starfi flokksins. Hann hefði ekki getað tekið sæti í framkvæmdaráði lögum samkvæmt en þess í stað var ákveðið að hann yrði áheyrnafulltrúi.

Uppfært: 14:09

Þingflokkur Pírata vill koma því á framfæri að Reebar hefur ekki komið að starfi Pírata í um tvö ár og að flokkurinn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert