Upplýsingafundum fækkað

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Almannavarnir

Upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins verður fækkað en næstu fundur verður haldinn eftir viku. Framvegis verður einn fundur í viku, á fimmtudögum klukkan 11.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá þessu á upplýsingafundi dagsins en síðustu vikur og mánuði hafa fundirnir verið á mánudögum og fimmtudögum.

Hann lagði ríka áherslu á að fólk haldi áfram vöku sinni, hugi að persónubundnum sóttvörnum og fari í sýnatöku ef það finni fyrir einkennum.

„Enn og aftur; ef þú ert með einkenni skaltu drífa þig í sýnatöku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert