Aðalatriðið að stjórnin sé undir forystu VG

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að allar ríkisstjórnir með VG væru betri heldur en ríkisstjórnir án VG,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þar sem hún sat fyrir svörum í beinni línu á facebook-síðu flokksins í hádeginu.

Þar var hún meðal annars spurð hvort hún gæti hugsað sér að halda í núverandi ríkisstjórn ef stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks næði aftur meirihluta í alþingiskosningum í haust.

„Ef við náum aftur að mynda meirihluta með fólki sem er til í það að þessi stefnumál fái byr þá má sú ríkisstjórn vera að mínu mati hvernig sem er,“ sagði Svandís.

Að hennar mati er aðalatriðið að ríkisstjórnin séu undir forystu VG.

„Það hefur gefist mjög vel. Katrín er frábær forsætisráðherra og ég held að hún eigi að vera forsætisráðherra áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert