Áform um byggingu golfhótels

Frístundamiðstöð. Ný aðstaða var tekin í notkun við Garðavöll 2019.
Frístundamiðstöð. Ný aðstaða var tekin í notkun við Garðavöll 2019. Ljósmynd/Golfklúbburinn Leynir

Áform eru um að byggja hótel við golfvöll Leynis við Garða á Akranesi.

Málið var rætt á fundi í skipulags- og umhverfisráði Akraness á mánudag og gerðu Snorri Hjaltason byggingameistari og Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, grein fyrir hugmyndunum og farið var yfir mögulega staðsetningu á fyrirhugaðri byggingu golfhótels.

Í Morgunblaðinu í dag segir Snorri að fyrst hafi slíkar hugmyndir verið reifaðar við hann skömmu fyrir hrun, en ekkert hafi verið aðhafst. Málið hafi verið rætt aftur á síðasta ári og hafi síðan þróast áfram. Fyrirhuguð hótelbygging hafi verið tekin af deiliskipulagi og því þurfi að fara í skipulagsvinnu og finna hótelinu stað við golfvöllinn.

Snorri segir málið á fyrstu stigum, en hann gæti verið tilbúinn að byrja framkvæmdir um leið og öll undirbúningsvinna við deiliskipulag, leyfi og teikningar liggi fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »