Gervitunglamynd sýnir hvað er að gerast

Gervitunglamyndin sýnir hvernig sprungurnar hliðrast.
Gervitunglamyndin sýnir hvernig sprungurnar hliðrast. Mynd/Veðurstofa Íslands

Ný gervitunglamynd af Reykjanesskaga sem var tekin í gærkvöldi sýnir glöggt hvað er að gerast á svæðinu.

Nota má mynd­ina til að skilja bet­ur þær jarðskorpu­hreyf­ing­ar sem urðu í jarðskjálftun­um á miðvikudaginn. 

Fyrr í dag greindi Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, mbl.is frá því að myndin staðfesti það sem jarðskjálftarnir á svæðinu sýna.

Hún sagði að norður-suður sprungur séu að hliðrast eftir Reykjaneshryggnum bæði til austurs og vesturs út frá Fagradalsfjalli.

Engin merki eru um landris eða gosóróa.

mbl.is