Grunaður um skartgripaþjófnað

mbl.is/Arnþór Birkisson

Síðdegis í gær barst tilkynning til lögreglu um þjófnað úr skartgripaverslun í miðborginni. Sá sem er grunaður um þjófnaðinn var handtekinn skömmu síðar og er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Um miðnætti kom annar þjófnaður í verslun í sama hverfi til kasta lögreglunnar en þar náði þjófurinn að hlaupa út úr versluninni og inn í hús þar nærri. Lögreglan ræddi við manninn og verður skýrsla rituð um verknaðinn að því er segir í dagbók lögreglu.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru án ökuréttinda en annar þeirra hefur aldrei fengið bílpróf. 

mbl.is