Mesta virknin norðaustan við Fagradalsfjall

Vísindamenn Veðurstofu Íslands við rannsóknir á Reykjanesskaga.
Vísindamenn Veðurstofu Íslands við rannsóknir á Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mesta virknin í skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er nú norðaustan við Fagradalsfjall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Seinnipartinn og í kvöld hafa allnokkrir skjálftar yfir M3,0 mælst á svæðinu og þrír yfir 4,0. Kl. 20.08 varð stærsti skjálfti dagsins, 4,6 að stærð,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is