Öflugur skjálfti

Horft í átt að fjallinu Keili. Skammt þar frá átti …
Horft í átt að fjallinu Keili. Skammt þar frá átti skjálftinn upptök sín. mbl.is/Hari

Öflugur skjálfti reið yfir suðvesturhorn landsins klukkan 22.38 og fannst hann víða.

Nýjust mælingar benda nú til þess að skjálftinn hafi verið 4,9 að stærð. Er hann því sá stærsti sem orðið hefur í dag. Til þessa var stærsti skjálftinn 4,6.

Enn hefur þó enginn skjálfti komist nærri styrkleika þess sem hóf bylgjuna á miðvikudagsmorgun, en stærð hans var metin 5,7.

Jarðskjálftinn núna átti upptök sín um 3,1 kílómetra suðvestur af Keili. Hefur mesta virknin í dag verið norðaustan við Fagradalsfjall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert