Skjálfti að stærð 4,4 á Reykjanesskaga

Mynd tekin á Reykjanesskaga eftir að skjálftahrinan fór af stað …
Mynd tekin á Reykjanesskaga eftir að skjálftahrinan fór af stað á miðvikudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Klukkan sex mínútur yfir tólf í dag varð skjálfti að stærð 4,4 á Reykjanesskaga, skammt frá Fagradalsfjalli. Skömmu síðar, eða klukkan 12:10 mældist skjálfti að stærð 3,6 á sama svæði. 

Fjórum mínútum síðar, klukkan 12:14 varð skjálfti að stærðinni 3,4 og klukkan 12:24 varð annar skjálfti af stærðinni 4,0. Skjálftarnir hafa flestir átt upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli.

Veðurstofunni bárust tilkynningar víða að um að fólk hafi fundið fyrir stærri skjálftanum. Hann fannst t.a.m. á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi og á Hellu.

Jarðskjálftahrina hófst á miðvikudag þegar stór skjálfti að stærð 5,7 mældist á Reykjanesskaga. 

Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt með nýjum upplýsingum frá Veðurstofu Íslands

mbl.is