Stærsti skjálftinn til þessa í dag

Horft að Keili frá höfuðborgarsvæðinu.
Horft að Keili frá höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Jarðskjálfti reið yfir höfuðborgarsvæðið upp úr klukkan 20 í kvöld.

Skjálftinn fannst víða og benda mælingar Veðurstofunnar nú til þess að hann hafi verið af stærðinni 4,6.

Reynist það rétt er skjálftinn sá stærsti sem orðið hefur það sem af er degi.

Hann átti upptök sín um 3,2 kílómetra suðvestur af Keili.

Uppfært kl. 20.59

Skjálfti af stærðinni 3,5, samkvæmt síðustu mælingum Veðurstofu Íslands, gekk yfir klukkan 20.47. Upptök hans voru 2,7 kílómetrum norðnorðaustur af Fagradalsfjalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert