Þátttaka í ódýrum skimunum mikilvæg

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er mikilvægt að það sé mikil þátttaka í skimunum og einnig að hún sé nálægt konum því hún þarf að vera aðgengileg,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um leghálsskimanir og skimanir fyrir brjóstakrabbameini.

Mikl­ar breyt­ing­ar voru gerðar á skipu­lagi, stjórn og fram­kvæmd skimun­ar fyr­ir krabba­mein­um um síðustu ára­mót sam­kvæmt ákvörðun heil­brigðisráðherra, sem byggja á til­lög­um frá embætti land­lækn­is og skimun­ar­ráði.

Tók þá Land­spít­ali, í sam­vinnu við Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri, að sér þá fram­kvæmd skimun­ar fyr­ir krabba­meini í brjóst­um og sér­skoðun á brjóst­um og leg­hálsi en kom það í hlut heilsu­gæsl­unn­ar um allt land að ann­ast fram­kvæmd skim­ana fyr­ir krabba­meini í leg­hálsi.

Heilsu­gæsl­an ákvað í kjöl­farið að semja við danska rann­sókna­stofu um sýna­grein­ingu.

„Við erum núna í þessu millibilsástandi þar sem sýnin eru að skila sér til baka frá þessari rannsóknarstofu í Danmörku. Þar er gert ráð fyrir því að niðurstöðurnar séu komnar örugglega innan þriggja vikna,“ sagði ráðherra.

„Við erum að tala um þjónustu sem verður betri fyrir konur, öruggari fyrir konur, aðgengilegri fyrir þær og ekki síst, það sem mér finnst skipta miklu máli, að það kostar ekki lengur tæpan fimm þúsund kall heldur fimm hundruð kall að fara í skimun fyrir leghálskrabbameini.“

mbl.is