Bláa lónið lokað vegna skjálftavirkni

Horft yfir Bláa lónið.
Horft yfir Bláa lónið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bláa lónið verður lokað í dag og á morgun vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga. 

Öflug­ur skjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir suðvest­ur­horn lands­ins klukk­an 8:07 og fannst hann víða á Suður- og Suðvest­ur­landi, aust­ur að Skóg­um og norður að Hvann­eyri. Fleiri eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið.

„Við erum í nánu og góðu sambandi við almannavarnir og fylgjumst grannt með stöðunni með öryggi gesta okkar og starfsfólks að leiðarljósi,“ segir í tölvupósti sem Bláa lónið sendi á gesti sem áttu bókað í lónið um helgina. 

Allar byggingar Bláa lónsins voru yfirgefnar eftir að stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið á miðvikudag. Bláa lónið var opnað á ný 13. febrúar eftir fjögurra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert