Önnur skjálftahrina

Horft í átt að Keili úr höfuðborgarsvæðinu. Skjálftarnir eiga upptök …
Horft í átt að Keili úr höfuðborgarsvæðinu. Skjálftarnir eiga upptök sín skammt frá fjallinu. mbl.is/Hari

Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Snörp skjálftahrina varð á þriðja tímanum eftir miðnætti og fundust skjálftarnir víða á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrsti skjálftinn reið yfir klukkan 2.30 og gefa mælingar Veðurstofunnar til kynna að hann hafi verið af stærðinni 3,8.

Næsti stóri skjálftinn fylgdi um mínútu síðar og mældist hann 3,5 að stærð. Tæpum sex mínútum síðar reið enn annar yfir og var sá sömuleiðis af stærðinni 3,5.

Allir áttu þeir upptök sín um tveimur kílómetrum vestur eða vestsuðvestur af Keili.

mbl.is