Sprunga í Suðurstrandarvegi

Sprunga á Suðurstrandarvegi.
Sprunga á Suðurstrandarvegi. Ljósmynd/Vegagerðin

Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar urðu snemma í morgun varir við sprungur í Suðurstrandarvegi  um 1,3 km vestan við Vigdísarvallaveg. Fyrir klukkan 11 var búið að aka alla vegi á svæðinu og fleiri sprungur sáust ekki. Vegagerðin hefur fylgst grannt með síðan jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga hófst. 

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að skemmdirnar séu ekki miklar og sprungan ekki stór og því ekki ástæða til að loka veginum. Eigi að síður nær sprungan yfir allan veginn.

Skemmdir verða skoðaðar nánar og gert við veginn eins fljótt og kostur er.

Verið er að merkja staðinn og vara vegfarendur við en ljóst er að nauðsynlegt er að aka varlega á öllu þessu svæði á meðan skjálftahrinan varir enn.

mbl.is