Tveir skjálftar yfir 3 að stærð

Skjálftar í nágrenni fjallsins hafa fundist víða.
Skjálftar í nágrenni fjallsins hafa fundist víða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skömmu fyrir hálfátta í kvöld. Sá fyrri átti upptök sín 0,6 km suðvestur af Keili og sá síðari 4,1 km suðvestur af Fagradalsfjalli. 

Fyrri skjálftinn mældist 3,5 að stærð hjá Veðurstofu Íslands og sá síðari 3,1.

Þetta eru stærstu eftirskjálftarnir síðan upp úr klukkan 15 í dag þegar tveir skjálftar mældust yfir 3. Sá fyrri mældist 3,4 en sá síðari 3,8.

Stærsti skjálftinn það sem af er degi varð aftur á móti um áttaleytið í morgun og var hann 5,2 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert