Umferðaróhapp á Bústaðavegi

Bíllinn fór yfir hljóðmön. Hér sést þegar hann var dreginn …
Bíllinn fór yfir hljóðmön. Hér sést þegar hann var dreginn í burtu. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Umferðaróhapp varð á Bústaðavegi á fjórða tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á vettvang að beiðni lögreglu.

Ekki var þörf á dælubíl og enginn slasaðist alvarlega, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á  höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn sjónarvotts fór bíll upp á hljóðmön við veginn og niður hinum megin. 

mbl.is