Annar skjálfti yfir 4 að stærð

Horft í átt að Keili frá höfuðborgarsvæðinu.
Horft í átt að Keili frá höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð upp úr klukkan hálffjögur í dag. Hann átti upptök sín 1,5 km vestur af Keili.

Skjálftinn er aðeins minni en sá sem varð um hálftólfleytið í dag og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Hann átti upptök sín norðaustur af Fagradalsfjalli. 

Skjálfti af stærð 4,7 mæld­ist norðaust­an við Fagra­dals­fjall klukk­an 00:19 í nótt og var það stærsti skjálfti næt­ur­inn­ar. 

mbl.is