Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.
Viðvörunin gildir frá klukkan 8 til ýmist 20 eða 21 í kvöld.
Á Faxaflóasvæðinu er spáð suðvestanhvassviðri 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður í éljum og lélegt skyggni, versnandi akstursskilyrði.
Í Breiðafirði er spáð suðvestanhvassviðri 13-20 metrum á sekúndu. Éljagangi með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Hvassir vindstrengir við fjöll og í éljahríðunum og versnandi akstursskilyrði.
Á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð suðvestanstormi með éljum, 15-23 metrar á sekúndu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvössum vindstrengjum við fjöll og í éljahríðunum.