Skjálftahrinan haldi áfram næstu daga

Jarðskjálftahrinunni virðist ekki ætla að linna.
Jarðskjálftahrinunni virðist ekki ætla að linna. mbl.is/​Hari

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir jarðskjálftann sem varð um sjöleytið í kvöld hafa verið þann sjöunda í röðinni sem mælist 4 að stærð eða meira í dag.

Upptök skjálftans, sem var 4,7 að stærð, voru tvo km suðsuðvestur af Keili. Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni vegna skjálftans meðal annars frá Fljótshlíð og Hvolsvelli, auk þess sem mjög margar hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu.

Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna sjö sem hafa mælst 4,0 eða …
Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna sjö sem hafa mælst 4,0 eða stærri í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Hún segir að nokkrir meginskjálftar hafi orðið í dag. „Þetta er öflug skjálftahrina sem er í fullum gangi,“ segir hún.

„Það má búast við að þetta haldi áfram í einhverja daga. Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr þessu,“ bætir Elísabet við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert