Vefurinn ekki staðist kröfur

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Orsök þess að vefur Veðurstofu Íslands lá niðri í rúma klukkustund eftir að skjálfti reið yfir í kvöld er ekki að finna í álagi heldur í annars konar bilun.

Bilunin varð í þeim kerfum sem unnið er að því að laga um þessar mundir til að auka rekstraröryggi vefjarins, að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni.

„Við biðjumst velvirðingar á þessu. Sérfræðingar Veðurstofunnar og aðrir samstarfsaðilar vinna hörðum höndum þessa dagana að því að auka rekstraröryggi vefjarins sem hefur að undanförnu ekki staðist þær kröfur sem stofnunin sjálf setur sér.“

mbl.is