Æði kallar á uppfærslu

Troðarinn í Kjarnaskógi. Gönguskíðaæði er runnið á landann og spor …
Troðarinn í Kjarnaskógi. Gönguskíðaæði er runnið á landann og spor lögð víða. Ljósmynd/Aðsend

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur farið af stað með söfnunarátak. Það er ekki smátt í sniðum. Safna á 35 milljónum króna á einu ári til mikilvægrar tæknilegrar uppfærslu. Það bráðvantar nefnilega nýjan snjótroðara, ekki síst í ljósi þess að vetrarumferð um Kjarnaskóg verður æ meiri. Gönguskíðaæði hefur gripið um sig þar, eins og það hefur einnig gert víðar á landinu.

Gamli snjótroðarinn er að sögn Sigríðar Hrefnu Pálsdóttur, formanns skógræktarfélagsins, löngu kominn til ára sinna. Ekki er ljóst hve gamall hann er nákvæmlega, en mótorinn gæti verið orðinn alla vega fjörutíu ára. „Það er kraftaverk að hann hangi enn þá saman og við höfum smíðað og smíðað við hann. En nú þurfum við að fara að lengja brautir og afkasta meiru til að anna þessu,“ segir Sigríður.

Söfnunin á að taka eitt ár og er þegar hafin á reikningi 0302-26-193000, kt. 600269-4299. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert