Enn einn skjálfti

Kort/mbl.is

Jarðskjálfti fannst greinilega á suðvesturhorninu klukkan 16:35. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi verið 5,1 að stærð. Skjálftinn varð austur af Keili.

Fyrst fannst skjálfti klukkan 16:29 upp á 3,5 stig samkvæmt Veðurstofunni en um fimm mínútum síðar fannst stærri skjálfti. Sá skjálfti varð 7,2 kílómetra norðnorðaustur af Krýsuvík.

Annar skjálfti varð klukkan 16:39 og var hann 3,6 að stærð, einnig við Keili.

Fjórir skjálftar hafa því mælst yfir 4 stigum það sem af er degi.

mbl.is