Sjö skjálftar af stærð 3 eða yfir

Á iceland360vr.com má skoða mögulegt gossvæði í miklum gæðum.
Á iceland360vr.com má skoða mögulegt gossvæði í miklum gæðum. Skjáskot/Iceland 360 VR

Sjö jarðskjálftar að stærð 3 eða yfir hafa orðið á Reykjanesskaga eftir klukkan 20 í kvöld. 

Meðal annars voru tveir skjálftar 3,0 að stærð og urðu þeir klukkan 22:15 og 22:22. Þriðji var 3,6 að stærð og varð klukkan 22:37. Þá hafa í kvöld orðið tveir skjálftar að stærð 3,1. Skjálfti að stærð 3,6 varð á miðnætti og skjálfti að stærð 3,4 varð klukkan 23:48. 

Stærsti skjálfti dagsins í dag var 5,1 að stærð og varð hann klukkan 16:35. 

Greint var frá því í dag að vís­indaráð al­manna­varna tel­ji að færsl­ur á yf­ir­borði jarðar, sem gervi­hnatta­mynd­ir sýna fram á, verði best skýrðar með því að kviku­gang­ur sé að mynd­ast und­ir því svæði þar sem mesta jarðskjálfta­virkni hef­ur verið síðustu daga. 

Skjálft­ar geta valdið færslu á yf­ir­borði jarðar en að mati vís­indaráðs eru þær það mikl­ar að lík­legra er að kviku­gang­ur sé að valda opn­un.

Ein mögu­legra sviðsmynda ráðsins er sú að kvikuinn­skot haldi áfram í ná­grenni við Fagra­dals­fjall og í kjöl­farið get­ur tvennt gerst: Í fyrsta lagi að hún minnki aft­ur og kvik­an storkni en í öðru lagi að hún leiði að lok­um til flæðigoss með hraun­flæði, sem mun þó lík­lega ekki ógna byggð.

Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því skjálfti af stærð 5,7 reið þar yfir á miðvikudag. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert