Andlát: Katla Þorsteinsdóttir 

Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin 57 ára að aldri.
Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin 57 ára að aldri. Ljósmynd/Aðsend

Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin, 57 ára að aldri. Katla lést á heimili sínu eftir baráttu við krabbamein síðustu ár.

Katla útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001. Hún lét sig mannréttindamál varða og kom að starfi Alþjóðahúss þegar það var opnað. Katla var framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands árin 2004–2014 og kom m.a. að því að opna Konukot, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík.

Katla starfaði um tíma hjá Útlendingastofnun og hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Síðustu ár var Katla í eigin rekstri og hún sat m.a. í stjórn Píeta samtakanna.

Katla lætur eftir sig 5 börn og 16 barnabörn.

mbl.is