Héldu ljósa- og bænastund fyrir John Snorra

Frá bænastundinni í kvöld.
Frá bænastundinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Vinir og vandamenn Johns Snorra Sigurjónssonar hittust klukkan hálfátta í kvöld í þeim tilgangi að biðja og eiga samverustund. Eftir bænastund, sem leidd var af Jónu Hrönn Bolladóttur, var myndaður um vatnið með höfuð- og vasaljósum.

Bænastundin var haldin fyrir John Snorra og samferðamenn hans, Ali Sadpara og Juan Pablo. Í febrúarmánuði gerðu þeir tilraun til þess að komast á topp fjallsins K2. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan. 

„Athöfnin er hugsuð sem einlæg samverustund hugsana og bæna til þessa ljósbera sem við söknum,“ segir í lýsingu um viðburðinn á Facebook.


 

Frá bænastundinni í kvöld.
Frá bænastundinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is