Sterkur skjálfti af stærðinni 4

Jarðskjálftinn átti allir upptök sín suðsuðvestan við Keili.
Jarðskjálftinn átti allir upptök sín suðsuðvestan við Keili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálfti sem var 4 að stærð varð nú klukkan 10:12 í dag um 1,5 km suðsuðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Það hafa því mælst yfir 1.000 þúsund skjálftar frá miðnætti, þar af hafa um 20 verið yfir 3,0 stig að stærð og fjórir hafa mælst yfir 4,0 stig að stærð.

Sá stærsti varð klukkan 03:05 í Fagradalsfjalli og mældist 4,6 stig að stærð.

Jarðvísindamenn telja nú meiri líkur á eldgosi á Reykjanesskaga en þeir töldu fyrr í skjálftahrinunni sem hófst þar í síðustu viku. Ástæðan fyrir því eru gervihnattarmyndir sem vísindanefnd almannavarna bárust í gær, þar sem sjá mátti miklar færslur á yfirborði jarðar á jarðskjálftasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert