Vísindamennirnir fundnir

Tveir vísindamenn frá Veðurstofunni urðu viðskila í hrauninu í kringum …
Tveir vísindamenn frá Veðurstofunni urðu viðskila í hrauninu í kringum Keili í dag en fundust eftir leit björgunarsveitarinnar. mbl.is/Eggert

Starfsmenn Veðurstofunnar sem leitað hefur verið á Reykjanesskaga í dag eru fundnir og björgunarsveitin er nú að koma þeim í öruggt skjól. Annar þeirra er þegar kominn inn í björgunarsveitarbíl.

„Eins og við skiljum það eru þau ekki týnd, heldur er verið að sækja þau,“ segir Haukur Hauksson, samskiptastjóri Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is.

Umræddir starfsmenn voru við rannsóknir á jarðskjálftasvæðinu í dag, þó ekki á skilgreindu hættusvæði, og urðu viðskila. Óttast var að þeir gætu orðið kaldir og blautir og því var þeirra leitað. Að sögn Hauks voru þeir þó með GPS-tæki á sér og vanir útivist.

Veðrið á svæðinu er slæmt og skyggni að verða verra eftir því sem kvöldar. Viðbúnaður björgunarsveita var töluverður og þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út í leitarskyni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við leit fyrr í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við leit fyrr í dag. mbl.is/Eggert
Björgunarsveitarbíll við Keili. Starfsmanna Veðurstofunnar var leitað í dag eftir …
Björgunarsveitarbíll við Keili. Starfsmanna Veðurstofunnar var leitað í dag eftir að þeir urðu viðskila. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina