Beint: Órói á Reykjanesskaga

Kort/mbl.is

Óróa­púls hófst suður af Keili, við Litla-Hrút, um kl. 14.20 í gær. Slík merki mæl­ast í aðdrag­anda eld­gosa.

Ekki hefur þó orðið af eldgosi enn. Fylgst er með þróun mála hér fyrir neðan beina útsendingu mbl.is af Keili.
Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Orkulega sjálfbær eining

Landsnet segir að unnið sé að sviðsmynd sem snúi að því að reka Reykjanesskaga sem orkulega sjálfbæra einingu.

Gætu varið línuna með varnargarði eða kælingu

Landsnet segir ólíklegt út frá núverandi áhættumati að eldgos myndi valda truflunum á raforkuflutningi á Reykjanesskaga og ef útlit væri fyrir að hraun ógnaði Suðurnesjalínu væri tími til að grípa til aðgerða. Þannig sé tími til að verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum.
Meira »

450 ára eldgosatímabil

Yfirlit yfir eldsumbrot á Reykjanesi frá um 800 og hraun sem runnu.

Líklega byrjun á gosskeiði fari að gjósa

„Ef byrjar að gjósa væri það líklega byrjun á svona skeiði, í nokkrar aldir myndi ég halda. Það hefur allavega verið þannig í síðustu þrjú skipti, og lengra aftur reyndar, en það eru ekki til jafn nákvæm gögn um það,“ segir Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR, í samtali við mbl.is í dag. Hann tók saman upplýsingar um síðustu gosskeið á Reykjanesskaganum og þau hraun sem runnu í hvert skipti.
Meira »

Horfir á Dante´s Peak aftur og aftur

Sóley Bergsteinsdóttir stúderar stórslysamyndina Dante´s Peak.

Með tilraunaborholur í Trölladyngju

Tvær tilraunaborholur HS Orku eru staðsettar á Höskuldarvöllum í Trölladyngju. Forstöðumaður viðskiptaþróunar segir að fyrirtækið hafi ekki miklar áhyggjur af holunum, sem voru boraðar árið 2004, þrátt fyrir mögulegt eldgos í nágrenninu.
Meira »

Tröllin og ísbúðin

Ragnar Eyþórsson hrærir í fimmaura brandara í tilefni mögulegs eldgoss.

Jarðskjálftavirknin færist suðvestur

Fyrsta myndin sýnir virkni síðustu 6 klst. Myndin í miðjunni sýnir virkni síðasta sólarhring og myndin lengst til hægri sýnir virkni síðustu vikuna. Þróunin síðustu klukkustundir hefur verið í suðvestur átt.

Frá grímum yfir í gasgrímur

Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og uppistandari, er svartsýnn í tísti sínu um mögulegt eldgos.

Setja upp gasmæli norðan við Keili

Verið er að setja upp gasmæli norðan við Keili til þess að auka enn frekar eftirlit með jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesi. Fáir skjálftar sem hafa verið þrír að stærð eða stærri hafa mælst við Fagradalsfjall frá því skjálfti sem mældist 4,5 reið yfir skömmu fyrir klukkan 9 í morgun.
Meira »

Starfsmenn Veðurstofunnar í vefmyndavélinni

Starfsmenn Veðurstofunnar virðast mættir á vettvang, en sjá má bifreið þeirra á vefmyndavél mbl.is sem er í nágrenni Keilis.

Í erfiðleikum með væntingastjórnun

Eiríkur Jónsson tístir um væntingastjórnun og mögulegt eldgos.

Traust klöpp eða slöpp leðja?

Haukur Viðar Alfreðsson veltir fyrir sér undirlagi húsa vegna jarðskjálftanna á Reykjanesskaga.

Með gamlan hring

Þessi tístari vill losna við gamlan hring og vísar þar í Hringadróttinssögu.

Eldgosið sem aldrei varð

Björn Reynir tístir um leiðinlegasta vinnudaginn sinn á DV árið 2011.