Fjölgar í sóttkví og einangrun

Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölgað hefur um fimm í sóttkví á milli daga og eru þeir nú 13 talsins. Eins í einangrun en nú eru 11 í einangrun en voru 9 í gær. 1.017 eru í skimunarsóttkví. Ástæðuna fyrir fjölguninni má rekja til smita á landamærunum en alls greindust fjögur virk smit þar og einn bíður mótefnamælingar. Af fjórum virkum smitum greindust þrjú við fyrri skimun en eitt við seinni skimun. Ekkert smit greindist innanlands í gær. 

Þrjár vélar komu til landsins í gær. Ein frá Varsjá, ein frá Boston og sú þriðja frá Amsterdam.

Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 0,5 og 2,5 á landamærunum en hér er miðað við síðustu tvær vikur.

Ekkert smit hefur greinst utan sóttkvíar innanlands síðan 1. febrúar og sárafá smit innan sóttkvíar síðustu vikur. 

Með þessum nýju smitum erlendis frá hefur hlutfall þeirra sem eru með smit í einstökum aldurshópum breyst. Nú er eitt smit í aldurshópnum 13-17 ára, fimm smit í aldurshópnum 18-29 ára, þrjú á fertugsaldri, eitt á fimmtugsaldri, ekkert á sextugsaldri og eitt smit meðal fólks á aldrinum 60-69 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert