Líklegast að hraun renni til suðurs

Samkvæmt hermilíkani mun hraunið flæða líkt og myndin sýnir.
Samkvæmt hermilíkani mun hraunið flæða líkt og myndin sýnir. Ljósmynd/Eldfjalla- og náttúruvárhópur HÍ

Óróapúls sem mældist á jarðskjálftamælum, og staðsettur er suður af Keili við Litla Hrút, gefur til kynna mögulega staðsetningu gossprungu. Miðað við þá staðsetningu er líklegast að hraun myndi renna til suðurs.

Þetta kemur fram í færslu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands á Facebook.

„Við keyrum hraun hermilíkanið til að sjá hvað mögulega geti gerst hvað varðar hraunrennsli. Nú hefur staðan breyst og helst að hraun fari til suðurs. Þessi birtingarmynd er háð því að gossprungu staðsetning breytist ekki. Munur á þessari mynd og fyrri myndum er að staðsetning er orðin geirnegld,“ segir í færslunni.

Líkön gefa til kynna að um yrði að ræða meðal­stórt gos um 0,3 km3, sem er sam­bæri­legt að um­fangi og Arn­ar­set­urs­hraun á Reykja­nesskaga. Til sam­an­b­urðar er rúm­mál goss­ins í Holu­hrauni áætlað um 1,2-1,6 km3.

Ármann Hösk­ulds­son eld­fjalla­fræðing­ur sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að miðað við kort og staðsetn­ing­ar myndi hraunið að lág­marki vera tvo daga að renna norður að Reykja­nes­braut og tvo og hálf­an dag að renna niður á Suður­strand­ar­veg ef það rynni í hina átt­ina. Hins veg­ar sagði Ármann auðvitað alls óvíst hversu langt það rynni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert