Meint brot Júlíusar framin fyrir gildistöku laga

Hörður Felix í Hæstarétti í morgun.
Hörður Felix í Hæstarétti í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils Ingvarssonar, sagði í Hæstarétti í morgun að hafa verði nokkur atriði í huga í tengslum við dómsmálið gegn borgarfulltrúanum fyrrverandi.

Þegar fjármunirnir sem Júlíus Vífill eignaðist á árunum 1982 til 1993 er hann starfaði hjá Ingvari Helgasyni komust í hans eigu hafi brot gegn þágildandi lögum um tekju- og eignaskatt ekki verið hegningarlagabrot. Auk þess hafi, fram til ársins 1997, ákvæði um peningaþvætti einungis náð til ávinnings af fíkniefnalagabrotum. Síðast en ekki síst hafi svokallað sjálfsþvætti ekki verið refsivert fyrr en í byrjun árs 2010.

Hörður Felix (til vinstri) ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.
Hörður Felix (til vinstri) ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skattkrafan löngu fyrnd

Júlíus Vífill var sakfelldur í Landsfrétti fyrir peningaþvætti með því að hafa hafa geymt sem nemur á bilinu 131-146 milljónum króna á erlendum bankareikningum. Peninganna aflaði hann sér á árunum 1982 til 1993 er hann starfaði hjá Ingvari Helgasyni.

Hörður Felix sagði að lagt sé til grundvallar í málinu að fjármunirnir hafi verið skattskyldir. Vissulega hafi stofnast til skattkröfu hér á landi en hún sé löngu fyrnd. Fjármunirnir hafi orðið til í lögmætri starfsemi áratugum saman. Ætluð skattalagabrot hafi verið framin löngu fyrir gildistöku umræddra laga.

Hörður sagði óumdeilt að ákærði gerðist ekki sekur um peningaþvætti á þeim tíma sem ætluð frumbrot voru framin. Lög þess efnis hefðu ekki tekið gildi hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert