Órói merki um að kvika sé á leið á yfirborðið

Ástandið er órólegt við Keili.
Ástandið er órólegt við Keili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er kominn órói og oftast þegar kominn er órói er kvika á leið á yfirborðið,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um fréttir þess efnis að óróapúls hófst suður af Keili klukkan 14:20 í dag.

Óróamerkin mælast í aðdraganda eldgosa en í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að ekki sé staðfest að eldgos sé hafið.

Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.
Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. mbl.is/Golli

Það gæti hafist gos á eftir og það hætt í nótt,“ segir Ármann en hann og sérfræðingar eru að skoða fram í tímann og gera sig klár.

Hann segir að miðað við kort og staðsetningar myndi hraunið að lágmarki vera tvo daga að renna norður að Reykjanesbraut og tvo og hálfan dag að renna niður á Suðurstrandarveg ef það rynni í hina áttina. Hins vegar segir Ármann auðvitað alls óvíst hversu langt það rynni.

mbl.is