Segir PCR-próf veita aukna vörn

Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við …
Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það segir okkur að þetta er sýking sem við getum misst af ef við erum að taka sýni of snemma. Það er náttúrlega þess vegna sem verið er að taka fleiri sýni og reyna að tryggja að þetta „gluggatímabil“ svokallaða, þar sem veiran greinist ekki, að það verði ekki til þess að fólk sleppi fram hjá,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum, í samtali við mbl.is um það að fólk sem greindist með Covid-19 á landamærunum síðastliðinn sólarhring hafði þegar framvísað neikvæðu PCR-prófi.

Vitum ekki hversu margir hafi hætt við

Hann segir viðbótarkröfurnar um PCR-próf ekki síður gera gagn að því leyti að tíminn sem fólk hefur verið skoðað fyrir komu hingað til lands lengist. 

„Við vitum ekki hversu margir hafa farið í PCR-próf og ætlað sér að fara til Íslands en síðan greinst jákvæðir og hætt við að fara,“ segir Magnús.

Hann segir viðbótina skynsamlega útfærslu sem sparar ferðalöngum og yfirvöldum á Íslandi tíma og fyrirhöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert