Skjálftar enn margir en þó minni

Við rætur Keilis í dag.
Við rætur Keilis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtals hafa nú orðið 2.139 skjálftar síðustu 48 klukkustundirnar samkvæmt tölum á vef Veðurstofu Íslands. Langflestir þeirra hafa orðið á Reykjanesskaga og þar af langflestir miðaðir út frá Fagradalsfjalli.

759 skjálftar, minni en eitt stig, hafa orðið, 1.005 á bilinu 1-2 stig, 303 á bilinu 2-3 stig og 72 stærri en 3 stig.

Síðan klukkan sló ellefu í kvöld hafa átta skjálftar verið mældir, allir tvö stig eða minna.

mbl.is