Skjálfti á suðvesturhorninu

Keilir á Reykjanesskaga.
Keilir á Reykjanesskaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð kröftugur skjálfti reið yfir suðvesturhorn landsins um klukkan 11.05.

Skjálftinn var 3,8 að stærð, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar.

Upptök hans voru á sjö kílómetra dýpi, 1,2 kílómetrum suð-suðvestur af Keili.

900 skjálftar frá miðnætti

Í nótt klukkan rúmlega tvö eftir miðnætti mældist einn skjálfti af stærð 4,1 og annar nokkrum mínútum síðar af stærð 3,2 við norðurenda Fagradalsfjalls. 

Samtals frá miðnætti hafa mælst tæplega 900 skjálftar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert