Skjálfti sem mældist 4,1

Jarðskjálftarnir eiga upptök sín í grennd við Keili.
Jarðskjálftarnir eiga upptök sín í grennd við Keili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klukkan 02:12 í nótt varð skjálfti af stærðinni 4,1 og fjórum mínútum síðar annar sem var 3,2 að stærð. Báðir skjálftarnir eru á því svæði við norðurenda Fagradalsfjalls þar sem virknin hefur verið hvað mest.

Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um að fyrri skjálftans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og í Reykjanesbæ.

Uppfært klukkan 6:25 – Rétt fyrir fjögur í nótt varð síðan annar skjálfti upp á 3,2 en stöðug skjálftavirkni hefur verið á þessu svæði í nótt þó svo flestir þeirra séu fremur litlir. Upp úr klukkan 6 í morgun varð skjálfti sem mældist 3 stig.

Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar með skjálfta af stærð 5,7 og öðrum 5 að stærð.

Síðan þá hafa fjölmargir skjálftar yfir 4 mælst á svæðinu og tveir skjálftar yfir. Þeir urðu 27. febrúar (M5,2) og 1. mars (M5,1).

Hrinan er enn í gangi og um 15.000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina