Sýna þróun jarðskjálftahrinunnar

Veðurstofa Íslands hefur birt þrívíddarlíkan sem sýnir jarðskjálftana á Reykjanesskaganum í tíma og rúmi. Líkanið sýnir þróun skjálfta frá því rétt áður en hrinan hófst miðvikudaginn 24. febrúar til gærdagsins. Á líkaninu sést hvernig hrinan færist í norðaustur og nær höfuðborgarsvæðinu.

Kortið má nálgast hér á vef Veðurstofunnar.

Krist­ín Jónsdóttir, hóp­stjóri vökt­un­ar og nátt­úru­vár hjá Veður­stofu Íslands, sagði við mbl.is fyrr í dag að áfram séu mestu jarðhrær­ing­arn­ar við Keili og svo sjá­ist ein­hver virkni við Trölla­dyngju, ör­lítið nær höfuðborg­ar­svæðinu.

„Við höf­um ekki séð nein merki um kviku­hreyf­ing­ar nær Trölla­dyngju en þetta er eitt af því sem við erum að fylgj­ast með. Auðvitað er mjög mik­il­vægt að við fáum klárt svar við þeirri spurn­ingu hvort það sé nokkuð að opn­ast þar líka. Enn sem komið er erum við ekki kom­in með nein svör,“ seg­ir Krist­ín en talið er að ef til goss kæmi yrði það á svæðinu þar sem jarðskjálfta­virkn­in er mest, þ.e. á milli norðurenda Fagra­dals­fjalls og Keil­is.

Margir skjálftanna hafa átt upptök sín við Keili.
Margir skjálftanna hafa átt upptök sín við Keili. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is