„Þetta er mjög krítísk staða“

Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur segir að nú sé uppi krítísk staða vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann segir ekki hægt að segja hvenær muni gjósa, ef af gosi verður, en fylgjast þurfi náið með framvindunni. 

Í byrjun viku sögðu jarðskorpuhreyfingar okkur að það væri kvikugangur á ferðinni að spenna sig inn í jarðskorpuna. 

„Nú voru það skjálftarnir, þessi órói. [...] Það er kvika að brjóta sér leið, það er breyting í þróuninni, við þurfum að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Freysteinn á blaðamannafundi vegna stöðunnar. 

„Þetta er mjög krítísk staða, órói sem sýnir að kvika er að brjóta skorpuna en það er óvíst hvert hún leitar og hvort það ferli nær að halda áfram.“

Freysteinn sagði að kvikan leiti þá leið sem henni er auðveldust. Langlíklegast er að kvikan leiti upp á því svæði sem er nú undir eftirliti.

Þá sagði Freysteinn að líklega muni allt gosið renna sem hraun, sprengigosi sé ekki spáð. Vegna þess er afar ólíklegt að gos muni hafa áhrif á alþjóðlegar flugsamgöngur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert