26.489 hafa verið bólusettir

Fjölmargir fengu fyrri bólusetninguna í Laugardalshöll í gær og fyrradag.
Fjölmargir fengu fyrri bólusetninguna í Laugardalshöll í gær og fyrradag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að bóluseta 26.489 einstaklinga hér á landi við Covid-19 og af þeim eru 12.707 fullbólusettir. 

Í elsta aldurshópnum eru 74% fullbólusettir og 4,9% hafa fengið fyrri skammtinn. Í aldurshópum 80 til 89 ára er búið að fullbólusetja 29% og 52% hafa fengið fyrri bólusetninguna. 

Hlutfall bólusettra er hæst á Vesturlandi en lægst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Lyfjastofnun hafa borist 407 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir. Af þeim eru 23 mögulega alvarlegar. Þar af eru 18 vegna bóluefnis Pfizer, þrjár vegna Moderna og tvær vegna AstraZeneca.

mbl.is