8 fölsk neikvæð PCR-próf við landamærin

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Af 1.600 neikvæðum PCR-prófum sem hefur verið framvísað við landamæri Íslands, eftir að krafa um slíkt tók gildi 19. febrúar sl., hafa átta verið fölsk neikvæð. Það er einstaklingar sem þeim framvísuðu reyndust vera með virk smit, ýmist í fyrri eða seinni skimun, við komu til landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Þórólfur sagði þessa staðreynd segja okkur að neikvætt PCR-próf væri ekki fullkomin vörn en engu að síður árangursríkt. 

Frá 19. janúar hafa einungis tveir einstaklingar greinst innanlands og voru báðir í sóttkví. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert