Gætu varið línuna með varnargarði eða kælingu

HS orka skoða mismunandi sviðsmyndir komi til eldgoss.
HS orka skoða mismunandi sviðsmyndir komi til eldgoss. mbl.is/Eggert

Landsnet segir ólíklegt út frá núverandi áhættumati að eldgos myndi valda truflunum á raforkuflutningi á Reykjanesskaga og ef útlit væri fyrir að hraun ógnaði Suðurnesjalínu væri tími til að grípa til aðgerða. Þannig sé tími til að verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Skoða möguleika á að reka Reykjanesskaga sem eyju

Jafnframt kemur fram að unnin hafi verið sviðsmynd sem snúi að því að reka Reykjanesskaga sem eyju ef kæmi til þess að Suðurnesjalína færi út. Þá væri raforka nýtt á svæðinu sem framleidd er í virkjunum sem staðsettar eru á skaganum. „Það er ekki hægt í dag, en verið er að vinna að úrbótum með framleiðanda búnaðar á virkjanasvæðinu. Einnig er vinna hafin við aðgerðaáætlun vegna flutnings á varaaflsvélum inn á svæðið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert