Íslendingum hefur fjölgað á Tenerife

Tenerife.
Tenerife. AFP

Bókunum Íslendinga hefur heldur fjölgað að undanförnu hjá ferðaskrifstofunum Vita og Úrvali-Útsýn. Þar er Tenerife efst á blaði, enda ekki margir aðrir kostir í boði. Greinilega verður vart við ferðaáhuga landsmanna í sumar og haust og eitthvað um að fólk horfi til dagatals yfir bólusetningar við skipulagningu utanlandsferða.

Hægt og sígandi hefur íslenskum ferðamönnum fjölgað á Tenerife upp á síðkastið, að sögn Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals-Útsýnar. Hún segir að nokkuð gott ástand sé á Kanaríeyjum hvað varðar kórónufaraldurinn, rólegra sé yfir þar sem ferðamenn séu mun færri en í eðlilegu ári og fólk fylgi reglum sem eru á svæðinu. Hún segir ánægjulegt að talsvert hafi verið um fyrirspurnir um utanlandsferðir í sumar og haust, ferðahugur sé greinilegur í landsmönnum.

Hótelin vilja PCR-próf

Í síðustu viku tilkynntu yfirvöld á Spáni að ferðamenn frá Íslandi þyrftu ekki að geta sýnt neikvætt PCR-próf gegn kórónuveirunni við komuna til Tenerife sem hefði verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Þórunn segir að hótel þar hafi hins vegar tilkynnt um síðustu helgi að þau óskuðu eftir slíku prófi og því hefði í sjálfu sér ekki orðið breyting á.

Fram undan er sá tími sem margir Íslendingar hafa haldið til Spánar og Portúgals, meðal annars til að spila golf. Þórunn segir að í ár bjóði ferðaskrifstofan ekki upp á slíkar hópferðir nema til Kanaríeyja og segir hún að enn sé hægt að komast í páskaferðir til Tenerife. Hún vill ekki gefa upp tölur um hversu margir Íslendingar verði á Kanaríeyjum næstu vikurnar á vegum ÚÚ.

Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar VITA, segir að nokkuð góð eftirspurn hafi verið eftir ferðum til Tenerife undanfarið. Ólíku sé þó við að jafna við stöðuna núna og var fyrir tveimur árum. Hann reiknar með að 3-400 farþegar verði á vegum Vita á Tenerife í marsmánuði, en í sama mánuði fyrir tveimur árum hafi þeir verið um tvö þúsund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »