Katrín segir önnur bóluefni athuguð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti varðandi öflun bóluefna, þar sem Evrópusamstarf um það hafi valdið vonbrigðum. Hún undirstrikar að Íslendingar séu ekki á leið úr samstarfinu, en minnir á að ríki megi afla sér annarra bóluefna en samið hefur verið um í Evrópusamstarfinu.

„Það er ekkert sem hindrar okkur í að ræða við aðra framleiðendur,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Hún vildi ekki svara því hvort slíkar viðræður ættu sér þegar stað. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert