Leggja leið sína nær skjálftasvæðinu

Björgunarsveit og lögregla leggja af stað.
Björgunarsveit og lögregla leggja af stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiðangur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og lögreglunnar á Suðurnesjum er hafinn inn á svæðið umhverfis Fagradalsfjall suðvestan við Keili, þar sem skjálftavirknin hefur mælst mest undanfarinn sólarhring.

Með þeim í för er fulltrúi sveitarfélagsins Grindavíkur. Fer hópurinn á tveimur jeppum björgunarsveitarinnar upp á fell austan við Fagradalsfjall.

Tilgangur ferðarinnar er meðal annars sá að kanna aðstæður til fjarskipta í grennd við hugsanlegt gossvæði. Til stendur að bæta úr fjarskiptaöryggi á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert