Ragnar rakar inn fimm stjörnu dómum í Danmörku

Ragnar Jónasson rithöfundur.
Ragnar Jónasson rithöfundur. mbl.is/Árni Sæberg

„Það tók Dani svolítinn tíma að stökkva á Ragnars-vagninn en það er þeim mun gleðilegra að sjá hvað þeir taka honum opnum örmum. Það er stórkostlegt að fá fimm stjörnur í hinu virðulega blaði Politiken,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld.

Velgengni spennusagnahöfundarins Ragnars Jónassonar á erlendri grundu heldur áfram og nú eru það Danir sem hafa fallið fyrir verkum hans. Bók Ragnars, Dimma, hefur fengið hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum þar í landi. Á dögunum fékk bókin fimm stjörnur í Politiken, í síðustu viku fékk hún fimm stjörnu dóm í Magasinet Søndag og viku áður birtist fimm stjörnu dómur í Jótlandspóstinum. Gagnrýni í dönskum miðlum er eftir sex stjörnu kerfi.

„Stíllinn og málfarið er framúrskarandi, stemningin í bókinni einstök. Rólegur og melódískur andblær eins og hægt er að finna í verkum Hermans Bangs. Síðan er skyndilega myrkur og örlagaríkur snúningur á spennunni sem er í senn sár og svívirðilegur,“ skrifar gagnrýnandinn Bo Tao Michaëlis í Politiken, yfir sig hrifinn.

Dönsku gagnrýnendunum verður tíðrætt um velgengni Dimmu í öðrum löndum og vísa til dæmis til þess að Sunday Times valdi hana sem eina af 100 bestu glæpasögum sem skrifaðar hafa verið frá stríðslokum. CBS undirbýr nú gerð sjónvarpsseríu eftir bókinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert